Af þessum leikjum sem þú taldir upp, þá er bókað að einn þeirra komi á PC og Xbox 360. Það skilur tvo leiki eftir, Final Fantasy XIII og Metal Gear Solid 4, og ég get ekki sagt að tveir leikir réttlæti það að ég eyði 60.000kr í PS3. Mér hefur aldrei fundist mikið varið í Tekken seríuna, persónulega kýs ég Super Smash Bros. yfir aðra beat 'em up leiki. Sama gildir um Devil May Cry, hef aldrei verið hrifinn af þeim.
Af announced leikjum eru fleiri titlar sem ég hef áhuga á sem koma á Xbox 360 heldur en PS3. Ef PS3 stefndi ekki í að vera svona ógeðslega dýr þá gæti ég hugsað mér að kaupa hana við launch - En í staðinn fær hún að bíða þangað til hún lækkar töluvert í verði. Þangað til ætla ég að láta mér Nintendo Revolution nægja í lok árs og Xbox 360 á næsta ári.