Vice City er lang bestur. Það er eitthvað við níunda áratuginn sem heillar mig algjörlega. Það er ákveðin nostalgía sem fylgir því að spila hann. Umhverfið er algjör snilld, grafíkin skiptir ekki máli, Vercetti er snilldar karakter og tónlistin er geðveik ( VRock).
Ef að leikurinn væri með aðeins stærra landsvæði og alla þá möguleika sem SA býður upp á væri þetta fullkominn leikur að mínu mati.
Ég fíla ekki þessa rapp-menningu sem er í SA, og svo er leikurinn einum of stór, ég er varla ennþá farinn að rata í honum, svo er allt of mikið af eyðimörkum eða auðum fjallasvæðum, hólum og grassléttum í honum. Það er ekki eins mikill fílingur í að spila hann.