Hnn. Ég keypti mér leik frá Japan, Naruto: Narutimate Hero 3 heitir hann og er fyrir PS2.

Ég nota "Slide Card & Swap Magic 3.6 PLUS Set, type: PAL" til að spila hann. Ok, allt í fína, leikurinn virkar mjög vel.

Vandamál: hljóðið í cutscenes er að gera mig brjálaða.

Stærri senur, með betri grafík hljóma eins og rispaður geisladiskur. Hoppar og skröltir stöðugt. Allt í lagi með videoið samt.

Minni senur með eins grafík og er í leiknum sjálfum hljóma fínt en afturámóti er eins og audioið sé einu skrefi á undan videoinu þannig að það er ekki samhæft. (ef þú kannast við leikinn þá er ég að meina senur eins og td. “ougi” (stundum kallað “supers”) og aðrar).

yesasia.com tekur tölvuleiki ekki til baka því miður.

Ég spurði um hjálp á gamefaqs.com líka og þar kom einn sem var með nákvæmlega sama vandamál en var ekki með lausn.

Það sem ég var að velta fyrir mér, er þetta bara gallaður leikur? eða er ég að gera eitthvað vitlaust?