Þetta er ekkert flókið
Revmote, sem er aðalcontrollerinn, er með hreyfiskynjun. Hann nemur hreyfingar fram, aftur, upp, niður, hægri, vinstri, hringi, halla og svo framvegis.
Undir þessum controller er port, við það tengist þessi nunchuk expansion controller. Á honum er hefðbundinn analog stick auk tveggja trigger takka.
Lítið á þetta út frá first person shooter.
Með hægri hönd (ef þið eruð rétthent) notið þið Revmote en hitt gizmoið er í vinstri. Með vinstri hönd stjórnið þið walk, strafe með analog stick og með triggerunum hafið þið secondary fire (svo sem grenades eða álíka).
Með hefðbundnum controller þurftu FPS leikir tvo analog takka til að virka almennilega. Annar stjórnaði walk og strafe en hinn var sem aim. Second analog stick is not needed here því að Revmote sér alfarið um það með því að hreyfa controllerinn aðeins. Það þarf ekki ýktar hreyfingar eins og margir eflaust halda. Bara rétt að hreyfa úlnliðinn á þér. Þetta gerir aiming í FPS leikjum 10 sinnum auðveldara og ekki eins flókið, í raun eðlilegra.
Ef fólk segir “Já en þá fæ ég verk í úlnliðinn” þá vorkenni ég því liði sem nennir ekki að hreyfa sig örlítið. Fórna smá gaming leti fyrir svona stöff!
Undir Revmote er annar trigger sem gæti virkað sem primary fire og ofan á Revmote er A og D-pad. A gæti verið sem Action (opna hurðar t.d) og D-pad sem vopnaval eða commands til teammates.
In short: Þetta gerir FPS leiki á leikjatölvum mun eðlilegri og aðgengilegri.
FPS í PC hefur alltaf verið með aiming á tvo ása, X og Y og hefur miðunina alltaf verið þægileg því maður hefur haft músina á hægri hönd (again, ef maður er rétthentur) og walk/strafe á vinstri hönd. Sama concept fyrir Rev, en í Revolution er miðunin komin í þrívítt umhverfi. 3D controls :)
Sem dæmi um notkun á 3D controls í FPS. Að miða upp og niður, til vinstri og til hægri er ekki útskýringaþurfi. En með því að færa controllerinn nær sjónvarpinu gæti maður skellt sér í zoom á snipernum t.d… Bara sem dæmi.
Og varðandi rétthenda spilun… Leikjatölvur hingað til hafa alla tíð miðast út frá rétthentum einstaklingum en Revmote er fyrsti controllerinn fyrir leikjatölvur sem nýtist jafnt fyrir örvhenta sem og rétthenta.
You dig?
Þetta er undirskrift