Shadow of Memories er sniðugur leikur frá Konami eftir sömu hönnuði og gerðu Silent Hill. Hann byrjar á því að aðalpersónan er drepin af leynilegum morðingja, en henni er gefið tækifæri á að uppgötva hver þessi morðingi er og koma í veg fyrir morðið með því að ferðast aftur í tímann.

Þó að leikurinn sé laus við allt “action” (og þá meina ég ALLT) er hann fín afþreying og góður leikur til að slaka á í. Þú ferðast í gegnum tímann og leysir gátur hér og þar til þess að koma í veg fyrir að þú sért myrtur.

Þú rennur í gegnum leikinn á frekar stuttum tíma, en það eru 5 mismunandi endar sem hægt er að sjá. (líkt og með silent hill, en þar voru reyndar bara 4) Til þess að njóta leiksins til fullnustu þarftu að klára hann á marga vegu með því að taka öðruvísi ákvarðanir í gegnum leikinn.

Grafíkin á persónunum er ekkert til að hrópa húrra fyrir, en er ásættanleg. Bakrunnurinn á einnig til með að verða mjög hrörlegur en oftast nær er hann þó vel detailed. Camera angle'ið er þægilegt þegar þú ert búinn að læra á það, en að vera inní litlu herbergi getur verið ruglandi, jafnvel pirrandi..

Soundið er mjög gott og raddirnar vel gerðar, og þar sem að þetta er meiri svona “hlustunarleikur” spilar það vel inní. Tónlistin á sínar góðu hliðar en getur verið doldið extreme :). Fuglasöngur, rigning, vindur og allt þetta smáa er mjög vel gert..

Yfirallt er þetta góður leikur fyrir rólegu týpurnar, ef þið viljið fá bloody action leik er þetta ekki fyrir ykkur. Góð saga, grafík ásættanleg, gameplay og sound hið fínasta.. þetta er góð fjárfesting á meðan verið er að bíða eftir öllum “risatitlunum” til að koma á markað.

Enjoy