hmm já gæti verið, en ég bara dáleiddist af ocarina, eftir að hafa spilað hann fannst mér þetta einn besti leikur ever.
ég var sirka 10 þegar fékk nes í afmælisgjöf með zelda og link (zelda II), og gjörsamlega elskaði þessa leiki, bestu leikir sem ég fékk í þessa tölvu.
síðan spilaði ég ekki tölvuleiki fyrr enn playstation kom út, ég var sirka 16-17 ára. og stuttu eftir kom n64 og ocarina á þá tölvu, en það varð aldrei að því að kaupa tölvuna og leikinn. ekki fyrr en eftir að ps2 kom, og svolítið eftir það, að ég fékk áhuga fyrir að kíkja á leikinn og vitið menn ég hef ekki fengið svona skemmtilegt gameplay síðan FF7 eða jafnvel síðan fyrsta zelda.
óhætt að segja ða ég varð ástfanginn af þessum leik, en allavega þá varð ég mjög hissa hvað ég varð áhugalaus fljótt á windwaker, kannski var maður að búast við of miklu. hef reyndar ekki klárað nema 2 leiki síðustu svona 3 árin og það var bara núna síðustu 4 mánuðir. fékk þá lánaða gamecube og leiki með. kláraði resident evil 4 og zero og komst á endakallinn á metal gear solid: twin snake (remake af fyrsta metal gear leiknum á psx).