Núna í vikunni keyptu bæði ég og vinur minn sér Dreamcast tölvu.
nákvæmlega eins pakkar, teknir af gólfinu í BT
í mínum pakka var Pass Through loftnets kapall, demo diskur, símasnúra og web browser (og svo náttúrulega vélin og einn stýrispinni)
í vinar míns pakka var Composite video tengi með scart millistykki, nýrri demo diskur og nýrri webbrowser, og tvennskonar símaklær, sem voru ekki í hinum pakkanum.
afhverju í fjandanum eru misgamlir pakkar hlið við hlið á gólfinu í bt ???
ég er fúll yfir þessu, því ég þurfti þá að kaupa mér rándýran dreamcast scart kapal og var með eldgamlan demo disk og gamlan web browser (og engar símaklær), svo í dag, 3 dögum eftir kaup, þá er byrjað að ískra í geisladrifinu á tölvunni!! eitthvað væl þegar diskur snýst.
sem betur fer er þetta í ábyrgð, og vonandi get ég bara fengið þessu skipt í nýrri pakka víst vélin er strax biluð, og vonandi skilað scart kaplinum líka! :(((
mjög óánægður með þetta