Því að þá þarf maður ekki að sjá eftir því að eiga ekki hd-sjónvarp til að nýta tölvuna til fulls.
Ég er lang spenntastur fyrir Revolution tölvunni, það er ekkert við hinar sem mér finnst spennandi.
Þrátt fyrir að hún styðji ekki HD, þá verður grafíkin samt sem áður mun betri en current-gen.
Svo eru Nintendo þeir einu sem eru að gera eitthvað nýtt, þeir eru líka að einblína á að búa til _leikjavél_ - ekki eitthvað multimedia dæmi eins og Sony og Microsoft. Mig langar í leikjavél, ekki Pc tölvu í litlum kassa.
Nintendo eru búnir að segja að þeir séu að fara aðra leið en Sony og MS, meðan hinir eru að keppast um að hafa öflugasta vélbúnaðinn og allt það, þá eru Nintendo einfaldlega að búa til leikjavél eins og ég sagði áður.
Ég hlakka mjög til að vita meira um vélina og hina ótrúlegu fjarstýringu sem fylgir, algjör snilld.
Svo ekki sé minnst á að Revolution á eftir að verða ódýrust :)
En já, þetta var svona mitt álit og örugglega margir ósammála, *hóst*Leonheart*hóst* =)