Plús, fjöldi þýðir ekki gæði
Lame afsökun og ekkert nema gömul klisja sem er málinu í rauninni óviðkomandi þar sem þú veist ekkert um gæði leikja sem eru ekki komnir út. Auðvitað skiptir fjöldinn máli, varla langar þig að sitja uppi með tölvu sem er bara með 3 góða leiki er það? Þó að þessir leikir séu mjög góðir. Það eru nokkrir mjög góðir leikir á Gamecube, en ekki nógu margir, þeir eru færri en á PS2 og Xbox og finnst mér hún þess vegna vera versta leikjatölva þessarar kynslóðar. Það er fjöldi+gæði sem skiptir mestu máli, og það verður PS3 með því bestu fyrirtækin eru að vinna í leikjum fyrir Sony.