Talandi um Tony Hawk 3, þá er leikur væntanlegur í haust fyrir PS2 sem heitir Airblade. Brettaleikur þar sem maður er á svifbretti…
Hægt er að velja um 10 mismunandi “game modes” þar á meðal “story mode” og er þetta í fyrsta skipti í brettaleik þar sem er söguþráður og ákveðin “mission”..
Sagan snertir þrjá vini sem eru tengdir þróun á svifbretti eða Air Blade, nýrri græju sem er nokkurskonar hjólabretti í lausu lofti. Seinna kemur í ljós að einn af vinunum, snjalli vísindamaðurinn Oscar, fann upp svifbrettið fyrir nokkru síðan meðan hann vann hjá fyrirtækinu GCP, sem er öflugt tækni fyrirtæki sem hefur áhuga á allskyns iðnaði tengdum orku. GCP vinnur ekki heiðarlega og Oscar ákveður að smygla brettinu út af rannsóknarstofum GCP og koma þessari nýju tækni í fjölmiðlana. En GCP kemst að uppátækinu og ræna Oscar, en vinur hans Ethan sleppur með brettið.
Nú er það verkefni Ethan að bjarga vini sínum með því að nota svifbrettið…
Þetta er nokkuð svalur leikur og ágætis viðbót við núverandi brettaleiki…