Í þessum frekar tilgangslausa korki ætla ég að fjalla um tvo bestu leiki sem ég hef spilað.


MAX PAYNE 2

Það er svo geðveik stjórnun í þessum leik sem að maður er mjög fljótur að venjast og svo getur maður líka látið þetta slow mo og stokkið til hliðanna og skotið á meðan. Bara snilld!

Söguþráðurinn er sá besti sem ég hef séð í tölvuleik, fjöldskyldan hans var drepinn og hann ætlar að hefna hennar bara eins og í mynd eða eitthvað og ég veit að þetta er mjög klassískur söguþráður en það er sjaldan þar sem að það er einhver söguþráður í tölvuleikjum.

Og mér finnst endirinn á leiknum bara snilld og svo er þetta líka helvíti vel gerður leikur en samt engin PC grafík.

Og svo eru það vopnin. Maður hefur mjög mikið úrval af byssum og þetta eru ekki bara einhverjar byssur sem höfundurinn býr til heldur byssur sem eru til í alvörunnni og það á meðal er hægt að vera með M16, Ak-47, skammbyssu og líka tvær í einu, mp5(uzi) og svo handsprengjur og bensínsprengjur en það er mikið meira úrval af byssum ´heldur enn ég taldi upp.



KILLZONE

Þessi leikur er mjög umdeildur en mér finnst hann einfaldlega góður.

Í þessum leik var ein besta grafík sem sést hefur í PS2 og ég held að hún sé það enn.

Þessi leikur er með mjög góða stjórnun sem að maður er líka mjög fljótur að venjast en þykir stundum dálítið einhæfur.

Söguþráðurinn er ekkert sérstakur bara eins og í stríðsleik en þess má geta að þessi leikur þykir mjög léttur sem að er ekkert rosalega gott.

Og endirinn er bara ágætur en á honum mætti dæma að það myndi einhvern tíman koma Killzone 2.