Eins og DanniV benti á er listi yfir region-free leikina á
Wikipedia (sem er btw ein sniðugasta síða netsins fyrr og síðar, hver sem er getur skrifað greinar þar, breytt eftir því sem þarf og leiðrétt).
Greinina má finna hér:
SmellaSést þarna að US/NTSC útgáfan af DOA4 region free og virkar því á PAL vélar (en PAL er kerfið sem er notað í Evrópu fyrir þá sem vissu það ekki).
Þú, minn kæri Pressure hefðir nú alveg getað vísað í þessa grein eða sagt hreint út að þú værir búnir að prufa þetta á vél vinar/bróður/xxx þíns eða þá heyra frá einhverjum sem væri búinn að prufa þetta (NTSC DOA4 í PAL vél). Óþarfa leiðindi þarna hjá þér að mínu mati, að leikurinn innihaldi þessi tungumál SANNAR ekkert þó að það bendi vissulega til þess möguleika.
Tecmo hafa nú alltaf haft leikina sína frekar varða gegn allri mögulegri misnotkun, t.d. voru seivin í Ninja Gaiden læst við viðkomandi Xbox (MAC addressuna eða EEPROMið, man ekki alveg hvernig þetta var) þannig að það var ekki hægt að færa þau á milli eða hacka þau (til að sporna gegn svindli hvað varðar Live og karma stig t.d.).