Þetta er eitt að því sem fólk þarf að skoða sérstaklega ef það ætlar að fá sér imba útaf 360 eða öðru HDTV. Ég eyddi 1 og hálfum mánuði í rannsóknir áður enn ég verslaði mér og ég klikkaði samt einu sinni. Til allra lukku verslaði ég í Elko og gat skilað og labbað síðan í Ormsson og fengið mér rétt tæki. Þetta eimmit með HD-Ready og HDTV er skelfilegt. Sá mikið talað um þetta í Bretlandi þegar ég var þar í haust. Þetta með að tækin styði HDTV og geta native HDTV. Að smækka mynd sem er kannski 1280x720 yfir á flöt sem er 856x480 er bara hræðilegt. Og það er ekki True HDTV. Eitt annað sem maður þarf að skoða, þó að það sé ekki stórt mál. Hvernig kemur út venjulegt sjónvarpsmerki á sjónvapinu? Eða t.d Xbox1, ps2 og gc mynd. Sum sjónvörp slátra þessum merkjum og sum ekki. Fariði í búð sem er með miljón tæki öll sýna sömu myndina. Að sjá 32-50" tæki jarða myndina frá Skjá-1 er frekar slæmt. Ég er heppin með mitt Samsung. Sjónvarpsmerkið lítur vel út. Enn t.d er Gamecube vélin mín ekki alveg að koma nógu vel út. Zelda er ok, enn Resi4 er skelfilega dökkur og leiðilegur. Spuring ef maður fær sér digital kapal fyrir hana þarf að skoða það. Ég er með component kapall fyrir Xbox 1 og það munar sko um það. Auðvitað með þetta eins og svo margt skiptir máli hvernig þú tengir í tækið. Rca skilar lélegustu myndinni, síðan fyrir ofan það er s-video, og koll af kolli. Ég tók t.d eftir miklum mun að fara frá Rca kappli yfir í Component kappli á Xbox vélinni. Enn ef að tækið er fyrir HDTV og ekkert annað þá er það kannski minna mál. Enn það munar t.d um það að vera með progressive scan sjónvarp og góðan dvd spilara sem gerir það sama. T.d er minn dvd spilara tengdur í gegnum Hdmi-Hdmi í sjónvarpið og á fjarstýringu spilarans er hdmi takki sem leyfir mér að velja 480,576,720 og 1080 í upplausn yfir á sjónvarpið. Það hjálpar rosalega fyrir Dvd myndirnar. Ég er að rúlla spilarann á sömu upplausn og Xbox 360. 1280x720 og kemur það bara vel út.
Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3