Jæja góðan daginn hugarar.Samkvæmt NGC magazine mun Revolution koma út seint á árinu 2006.Nánar tiltekið í Nóvember 2006.Ég veit að þetta er frekar seint en hér er það sem að Zelda kemur inn í.Sagt er að aðalástæðan fyrir seinkununni á Legend of Zelda:Twilight Princess sé vegna þess að hann verður einnig spilanlegur á Revolution en þó með einni breytingu.Hægt verður að nota nýjasta tromp Nintendo ,semsagt stýripinna Revo.Þetta eru frábærar fréttir sem þýðir að Zelda mun ekki gleymast á Gamecube heldur halda áfram inn í Next-genaration slaginn.Þannig að einfaldlega skellir þú leiknum í Revo og færð þann valmöguleika að nota Gamecube stýripinnan eða “fjarstýringu” Revo.Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér þennan stýripinna býður hann upp á fullkomna hreyfiskynjun í þrívídd.Ég meina hvort vilduð þið frekar vilja sveifla sverðinu með einum litlum takka eða virkilega “sveifla sverðinu” og sveifla fjarstýringunni í átt að sjónvarpinu og lemja og höggva eins og brjálæðingur.Ég fer að segja þetta gott í bili en hérna fyrir neðan mun ég pósta myndum úr NGC magazine.Ég bið ykkur að eiga góð Jól og ég þakka fyrir samskiptin á liðnu ári.
http://img466.imageshack.us/my.php?image=z0008nu.jpg
http://img404.imageshack.us/my.php?image=z09gn.jpg
http://img404.imageshack.us/my.php?image=z15ub.jpg
http://img404.imageshack.us/my.php?image=z27au.jpg
http://img404.imageshack.us/my.php?image=z34yy.jpg
http://img404.imageshack.us/my.php?image=z40qu.jpg
http://img404.imageshack.us/my.php?image=z50nn.jpg
http://img404.imageshack.us/my.php?image=z60mb.jpg