Blessaður Örvar,
Þetta er því miður fullkomlega rétt hjá bmainstone.
Þetta “HD ready” sem menn eru að plástra á hin og þessi tæki er að mínu mati algert svindl og svínarí.
Það virðist nægja að tækin *geti tengst* High-definition græjum eins og TV tunerum / Xbox 360 osfrv. til að fá “HD ready” stimpil. Skoðaðu spekkana um medion skjáinn hérna:
http://www.comparestoreprices.co.uk/plasma-screens/medion-md5980.aspÞarna sérðu að “physical resolution” er 852x480. Það er native upplausnin á skjánum og þú færð aldrei hærri upplausn en það burtséð frá því hvaða upplausn þú “stillir á” á Xboxinu þínu. Hún skalar bara upplausnina sem þú velur niður í 852x480.* High-Def upplausnirnar eru aftur á móti 1280x720 (720p) eða 1920x1080 (1080i/p) þannig að þú sérð að þú ert hvergi nærri því að ná þeim gæðum sem þú gætir náð úr 360 græjunni.
*Smá samanburðardæmi. Ég er með makkann minn tengdann við myndvarpa með RCA snúru. Það þýðir að ég fæ aldrei hærri upplausn en PAL upplausn sem er 768x576. Samt leyfir stýrikerfið mér að stilla á 1024x768. Það þýðir einfaldlega að skjákortið tekur 1024x768 myndina og downsamplar henni niðrí 768x576. Það sama er í gangi í Xboxinu.
Kveðja,
Gorpon (Ísak)