Pokemon skrifaði neðarlega í síðasta þráð og hér er svar til hans sem sést betur.
Hann er reyndar að tala um Premium vélina, verðið á henni í ísl kr. miðað við gengi dollar á kr.64 væri 25500 uþb. Samt feikilega hátt verð. Hvað er tollurinn aftur á þessu 24%
Pokemon: Hér er dæmið reiknað fyrir þig
X360 Premium keyptur í USA með tax: kr.27.540.-
X360 Premium til Íslands með vsk: kr.31.628.-
Mín spurning til BT og Elko, afhverju kr.7.272.- í auka álagningu þegar vsk er greiddur því það er enginn tollur af leikjatölvum heldur einungis vsk.
Allt í lagi að setja eitthvað á aukahlutina en þeir verða að sjá þetta út frá því að þeir selja enga leiki né aukahluti ef að þeir ætla sér að græða á vélinni. Hvaða þursar stjórna eiginlega þarna.
Til að mynda þegar vinur minn sagði einhverjum yfirmanni innkaupasviðs hjá BT að ég væri með NTSC vél þá laug hann að honum að ég myndi lenda í vandræðum með XBOX í framtíðinni.
Ég einfaldlega hringdi í 1-800-4MY-XBOX og spurði þá. Þeir sögðu að þetta væri argasta bull. T.d. ef að þú ert kani og átt NTSC X360 og ert á ferðalagi í Evrópu, auðvitað muntu ekki lenda í veseni með að spila XBOX Live því að þú munt spila við heiminn ekki bara eitt land.