Datt í hug að skrifa um þetta vandamál sem íslenskir netnotendur eru að lenda í hérna.
Ef þið farið í System -> Network -> Test Network Connection og fáið Strict eða Moderate í NAT þá þurfið þið að laga hjá ykkur routerinn.
Til þess að upplifa bestu netspilunina í XBOX Live þá þarf NAT að vera OPEN.
Ég geri ráð fyrir að þið kunnið að fara inn á routerinn ykkar enda ættu flestir routerar að vera með vefsíðu sem hægt er að logga sig inn á.
Það sem skiptir mestu máli hérna til þess að laga þetta er að taka eldvegginn af. Skiptir engu máli varðandi security því að flestir netnotendur eru með eldvegg í PC tölvunni sinni og óþarfi að vera með tvo.
Í öðru lagi þá þarf að stilla Universal Plug and Play og merkja allt þar þannig að það sé mögulegt. Þ.e.a.s. allir eiginleikar virkir.
Í þriðja lagi ef routerinn hefur verið notaður í Xbox Live þá er það skilgreint undir Management eða sambærilegu og best er að stilla hæsta priority á Xbox Live.
Í fjórða lagi þá er best að opna öll port fyrir ippuna sem X360 notar á innanhúsnetinu hjá þér.
Í fimmta lagi fá sér fasta ip hjá þjónustuaðila.
Látið mig vita ef að ég get hjálpað ykkur frekar.