Var að spá í hvort við gætum ekki haft smá þráð yfir 360 leiki sem fólk vill skipta sín á milli.
Kemur fyrir að fólk hafi verslað sér leik sem það síðan fílar kannski ekkert í tætlur.
Sá einmitt að sá sem samdi þráðin fyrir neðan hafði verið í slíkum vandræðum.
Svo vill einmitt til að ég er með óopnað (enn í plastinu) eintak af Perfect Dark Zero sem ég vildi gjarnan fá að skipta við einhvern á.
Á núþegar annan PDZ og Project Gotham Racing þannig að ég gæti hugsað mér einhvern annan.
Þá erum við amk komnir með 2 leiki sem fólk gæti nælt sér í :)