Sem eigandi beggja tölvanna skal ég fara yfir þessa fullyrðingu með þér…
————————-
PSP:
Getur spilað MP3 úr kassanum
Þú getur hins vegar afskrifað þennan möguleika ef þú ert að leita þér að alvöru MP3 spilara. Það er hagkvæmara að kaupa sér sérstakan mp3 spilara þar sem möguleikarnir eru þar margfalt fleiri. Það er alveg handónýtt að spila MP3 af memory stick í PSP, fyrir utan það að hún er mun stærri en hinn venjulegi mp3 spilari.
Getur spilað vídeó skrár af tölvum úr kassanum
Það er einnig hægt að afskrifa þetta beint ef þú ert að leita þér að portable media player. iRiver býður meðal annars upp á handhægan media player sem spilar flestöll file formats en ekki bara pre-formatted mp4 skrár eins og PSP. Fyrir utan það að memory stick sem fylgir vélinni er ekki nema 32mb, engan vegin nóg fyrir langa vídeó skrá.
Getur spilað UMD myndir
UMD myndir eru hinn týpíski “cash sink”. Þær eru gagnslausar að öðru leitinu til en þú getur spilað þær á PSP. Hagkvæmara er að kaupa portable dvd player… getur fengið fínan spilara á 10-15.000 krónur. Þú þarft ekki einu sinni að kaupa myndirnar þínar í nýjum útgáfum, getur bara notað gömlu eintökin. Ekki beint fyrir hinn venjulega mann. Fínt ef þú ert grænn á milli handanna eða vilt fara í fjárhagslegar ógöngur.
Myndaalbúm
Sniðugt, en eh, til hvers? Sýna félögum þínum myndirnar frá Prag? Njah, getur notað myndavélina til þess. Skjárinn er ekki eins flottur en getur þjónað sama tilgangi.
Web browser
Sniðugt, en tekur óratíma að skrifa eitthvað af viti. Fyrir utan það að ef þú ert á annað borð á vappinu geturðu smellt þér á næsta netkaffihús og notað allt sem netið hefur upp á að bjóða. Browserinn í PSP styður alls ekki allt.
Leikjaúrval
Leikjaúrvalið á PSP er í stuttu máli sagt hræðilegt. Að mínu mati eru spilanlegir leikir fimm… og það af þeim sem hafa komið út síðan 10. desember á síðasta ári. Þessir leikir eru Lumines, Burnout Legends, Vipeout Pure, Metal Gear Acid og Grand Theft Auto: Liberty City Stories. Af þeim er Lumines eini leikurinn sem ég get virkilega sagt að sé frábær. Grafíkin er vissulega falleg en það bjargar ekki leikjunum, því miður.
Skjárinn
Flottur skjár, get ekkert út á hann sett. Fyrir utan dauðu pixlana, auðvitað. Það var ekki fyrr en ég fékk þriðja eintakið af vélinni þar sem skjárinn hafði engan dauðan pixel.
Stjórnun
Svipuð og á PS2… aðeins verri, samt. Og já, ég tel PS2 fjarstýringun vera sú versta af current-gen consoles. Getur farið hrikalega illa í mann. D-padið finnst mér ekki nógu gott í sumt, eins og t.d. að færa eitthvað á ská. Analog-stickið er hrikalegt, að mínu mati. Finnst það eitthvað óþægilega staðsett.
Grafík
Grafíkin er vissulega falleg en það bjargar ekki leikjunum, því miður.
Geymsluform
Gott, og slæmt. Það góða er að það tekur nóg af plássi. 1,8gb er alls ekki slæmt. Hins vegar þarf vélin alltaf að snúa disknum og það eyðir batteríinu. Hratt.
Batterí
Of stutt, að mínu mati. Sumir leikir éta það upp eins og morgunkorn. Alls ekki kúl.
Verðlag
Vélin sjálf kostar morðfjár, 10.000kr meira en NDS. Leikirnir eru líka tiltölulega dýrir, 1000 krónum dýrari en NDS leikirnir. Fyrir utan það að til þess að nota vélina almennilega þarf maður helst að eiga að minnsta kosti 1gb memory stick, það kostar sitt hér á landi.
————————-
Nintendo DS:
Spilar ekki MP3 úr boxinu
Hins vegar er hægt að fá sér Play-Yan. Þá ætti það að ganga.
Spilar ekki video skrár úr boxinu
Sama og að ofan. Play-yan bjargar því.
Leikjaúrval
Þar á Nintendo DS vinninginn. Það er til alveg röð af frábærum leikjum á vélina og það er einmitt það sem leikjavél þarf til þess að laða til sín leikjaunnendur. Jafnvel gömlu N64 leikirnir fá alveg nýja tilfinningu á vélina, betur heppnaðra en beinu PS2 portin sem hægt er að troða á PSP (sem betur fer eru þeir ekki að gera mikið af því eins og er). Ekki skemmir svo fyrir að hún styður GBA leiki, svo það eru nokkur hundruð leikir til viðbótar sem hægt er að skemmta sér yfir.
Skjáirnir
Tveir, sæmilegir, sá efri skýrari. Frábært að geta notað snertiskjáinn í eitthvað. Super Mario 64 DS notaði snertiskjáinn alveg fullkomlega, bauð upp á 3 spilunarmöguleika og ég veit ekki betur en að snertiskjárinn hafi verið notaður í þeim öllum. Fullkominn í mini-games líka. Ekki skemmir fyrir að vélin getur renderað í 3d á báðum skjáum í einu. Hægt að fá fullt af sniðugum fídusum í leikina þökk sé snertiskjánum.
Stjórnun
Að mínu mati mun betri en í PSP. Sumir héldu að það væri erfitt að fylgjast með actioninu á báðum skjáum en ég hef ekki lent í því. Það er frábært að spila first person shooters á tölvunni, snertiskjárinn sér til þess, miklu betra en á PSP. Vissulega getur þetta verið þreytandi, en það á líka við um keppinautinn. D-padinn er mun betri, lætur miklu betur að stjórn.
Grafík
Toppar kannski ekki PSP, en hún er alls ekki slæm, sumir framleiðendur eru meira að segja komnir upp á lagið með að nota þetta (getur t.d. kíkt á ASH frá Mistwalker, sem og Final Fantasy III endurgerðina frá Square-Enix, virkar frekar vel þar). Get allaveganna ekkert sett út á hana, enda hugsa ég lítið um hana, leikirnir eru aðalnúmerið hjá mér.
Geymsluform
Tekur ekki eins mikið og UMD diskar en það er mun smærra og ódýrara.
Batterí
7-10 tímar? Það er bara fjandi fínt, finnst mér! Get ekkert sett út á endinguna.
Verðlag
10.000 krónum ódýrari en PSP. Kostar ekki nema 12.000 krónur í BT. Leikirnir eru líka í ódýrari kantinum (ekki láta verðið á BT.is blekkja þig, 4.500kr er ekki eðlilegt verð… 4.000kr er meðaltalið). Það þarf ekkert meira til þess að notafæra sér allt það sem vélin býður upp á úr kassanum.
————————-
Þegar öllu er á botninn hvolft er Nintendo DS pottþétt græja ef þú ert að leita að skemmtun í leikjum. Leikjaúrvalið er betra, stjórnunin er betri, hún er mun hagkvæmari. Fullkomin fyrir þá sem hafa ekki endalausan pening á milli lófanna.
PSP er hins vegar hlaðin fullt af fídusum, mun fleiri en Nintendo DS. Leikjaúrvalið er hins vegar arfaslappt og ég sé það ekki batna næsta árið. Grafíkin er flott en bjargar ekki leikjunum. Möguleikarnir eru margir en þeir eru alls ekki hagkvæmir. Þú getur spurt sjálfan þig hvort þig VANTI alla þessa möguleika. Hún er virkilega dýr, leikirnir sömuleiðis. UMD myndirnar eru lítið annað en peningaeyðsla að mínu mati. Svona gimmicky dæmi til þess að fá fleiri til þess að kaupa gripinn (og svo virðist sem fólk gleypi þetta eins og fíklar gleypa eiturlyf, því miður). Allaveganna, ég sé frekar eftir því að hafa keypt gripinn… ef ekki væri fyrir homebrew væri ég löngu búinn að losa mig við hana.