Tölvur sem ég á: Pc, Mac, Nes, Gamecube, Ds Lite, Wii, Xbox, Xbox 360, Ps2, Psp, Ps3
Xbox 360 og útgáfan hennar hérna á Íslandi.?!!?
Núna er rétt yfir 1 vika í opinbera útgáfu vélarinnar í Evrópu og ég verð að viðurkenna að þegar ég fletti BT blaði dagsins að það var ekki orði eytt í að það er að koma ný leikjavél á markaðinn eftir viku! Hvað er að ske hérna? Tölvudreifing sem á að heita umboðsaðili Xbox á Íslandi, hefur ekki staðið sig í stykkinu, sjáanlegt bara á xbox.is heimasíðunni. Og t.d Bt er ekki enn komin með svör hvernig þetta verður. Mun vélin hreinleiga koma 2.des? Verður pre-order(samt frekar seint fyrir það núna) Hvað margar vélar koma? Hvernig verður hlutfallið af dýrari vélinni og ódýrari ofl. Margar spurningar sem eru ósvaraðar og alltof stuttur tími eftir. Ég er byrjaður að verða stressaður að næsta föstudag þá mun maður standa tómhentur og engu nær á meðan hinir í Evrópu munu fagna úgáfu vélarinnar. Ég skal vel viðurkenna að ég pantaði ekki mér vél að utan í þeirri von að það yrði ok hérna. Ég er byrjaður að bölva þeirri ákvörðun. Ég er að vona að einhver af þessum aðilum; BT, Elko eða Expert muni standa sig og vera með eitthvað spes þegar vélin kemur og að hun komi á réttum tíma líka. Miðað við að það er 6-12+ mán þangað til að Ps3 eða þess vegna Revolution koma út. Svo þetta er stórt dæmi og jólun eru framundan. Gaman að heyra um hvað ykkur finnst um þetta allt samann.