Ég vill bara vara menn við þessum HD/Ready auglýsingum sem tröllríða núna, eftir því sem ég best veit verður HDTV staðallinn í Evrópu 1920x1200 punktar þannig að ekkert af þessum tækjum meikar hann.
Einnig vil ég benda mönnum á að fara mjög rólega í að kaupa svona tæki þar sem flest tæki á íslenskum markaði eru algert rusl. Leitið eftir umsögnum og einkunnagjöf á netinu áður en þið eyðið 150þ+.
Athugið líka að það er enginn standard á skerpu- eða birtuútreikningum hjá framleiðendum þannig að það er ekki hægt að bera það saman. Sumir auglýsa skerpu uppá 10.000:1 ! á meðan Sony er t.d. með 400-800:1 ! Það sama á við um birtudæmið það er misjafnt hversu langt frá skjánum er mælt á milli framleiðenda.
Við hérna nokkrir í vinnunni lögðumst yfir þetta dæmi um síðustu áramót og þá var verið að selja hér tæki sem voru að fá allt niður í 30/100 einkunn ! Ég held ég geti fullyrt að ef menn ætla að kaupa þá séu bestu tækin á viðráðanlegu verði Panasonic TH-XXPHD8 tækin. (xx=37, 42, 50)
Tækin frá Panasonic hafa ár eftir ár verið langhæst í prófunum
(Samanburður á Plasma og LCD tækjum)Að lokum vil ég benda á
How to buy a plasma in 10 easy steps How to buy a LCD in 8 easy steps Hér er hægt að kaupa Panasonic ódýrt á Íslandi