Sony er líka númer 1, 2 og 3 um markaðsherferð. Þeir hafa gríðarlega öflugt net auglýsenda á snærum sínum sem hefur verið þeirra helsti styrkur frá upphafi. Samningar við fyrirtæki hafa einnig skipt sköpum, sem og þjóðernishyggja japanskra fyrirtækja. Ein helsta ástæðan fyrir óvinsældum Xbox í Japan, til að mynda, var vegna þess að það voru svo margir japanskir 3rd party publishers sem vildu ekki gera leiki á vélina. Þannig varð Microsoft af stórum markaði, bæði í Japan sem og á Vesturlöndum, þar sem við höfum verið dugleg við að versla japanska leiki (sér í lagi japanska hlutverkaleiki á borð við Final Fantasy). Auglýsingaherferð þeirra hefur lítið að gera með óvinsældir Xbox í Asíu. Hins vegar hefur sala á vélinni eflst mikið, sérstaklega eftir útgáfu Halo 2, það er ekki að ástæðulausu sem þetta er hraðast seldi leikur sem hefur verið gefinn út í Evrópu og Ameríku, ef ekki mest seldi. Samhliða því seldu þeir gríðarlega hátt magn véla og eftir því sem ég best veit þá eru þeir enn að seljast og er nú svo komið að Xbox er að nálgast PS2 í sölutölum á Vesturlöndum, skilst mér.
Með Xbox 360 hafa Microsoft endurskipulagt markaðsherferð sína og eitt sterkasta spil þeirra eins og er er japanska fyrirtækið Mistwalker sem er í eigu Hironobu Sakaguchi, höfundar Final Fantasy leikjanna. Á leiðinni eru tveir hlutverkaleikir á vélina og mun það án efa skila sér í mikilli sölu á bæði leikjum og vélum. Grafíkin og geta vélarinnar hefur einnig verið mikið umrædd og eru skiptar skoðanir meðal áhugamanna hvort PS3 eða Xbox 360 séu öflugri, Microsoft er með öflugra GPU en PS3 er með öflugri CPU o.s.frv., hvernig þetta allt á eftir að skila sér.
Microsoft hafa svo sannarlega lært sína lexíu eftir Xbox og mér sýnist að með Xbox 360 séu þeir að reyna að tryggja sér velgengni á öllum markaðssvæðum. Eftir á að hyggja getur vel verið að Xbox 360 muni taka hluta af kökusneið Sony, kannski nokkuð stóran bita.