Ég veit alveg hver endingin á vélinni er og ég er ekki fæddur í gær, ég kann að slökkva á vélinni. Það breytir því ekki að batteríið getur farið mjög snögglega á ferðalaginu ef maður er að spila tölvuleiki, horfa á bíómyndir fyrir svefninn o.þ.h. Þú ert ekki á leiðinni að hlaða hana nema þú sért með bílahleðslutæki og eftir því sem ég best veit eru þau ekki til.
Einnig, að versla myndir á þennan blessaða grip er alveg ein mesta peningasóun sem ég veit um. Úrvalið er hrikalegt eins og er, það er engin mynd sem ég myndi persónulega vilja kaupa (ég á nú þegar Spider-man 2 og það var vegna þess að ég þurfti ekki að borga fyrir hana). Það er hagkvæmara að fá sér 1gb memory stick eða 4gb harðan disk (með nýju batteríi í þokkabót) og hafa video skrár á því. Vélin tekur nefnilega svo gríðarlega mikla orku ef hún er sífellt að snúa disknum eins og gengur og gerist með tölvuleiki og UMD myndir. Til þess að toppa tilgangsleysið þá er skjárinn mun minni en á hefðbundnum DVD ferðaspilurum, fyrir utan það að DVD spilararnir spila myndirnar sem þú átt nú þegar, PSP gerir það ekki og þú munt aldrei geta horft á UMD myndir annars staðar en í PSP tölvunni.
Bottom line:
* Leikjaúrvalið á PSP er hrikalega lélegt og það er alls ekki hagkvæmt að kaupa sér þennan grip núna.
* UMD myndir eru peningasóum, svokallað “money sink”, eini tilgangur þeirra er að færa peninga úr þínum vasa í vasa stórfyrirtækja sem hlæja að þeim sem festu kaup á þessum myndum sem er ekki einu sinni hægt að horfa á í 29“ sjónvarpinu þínu.
* Videos taka of mikið pláss og þetta 32mb memory stick sem fylgir með vélinni stendur ekki undir því að spila svo mikið sem 10 mínútna myndband, hvað þá heila bíómynd. BT til að mynda auglýsti vélina þannig að hægt væri að horfa á bíómyndir af minniskortinu en þeir gleymdu að minnast á að til þess þarf maður að vera með allaveganna 512mb, ef ekki 1gb kort. 1gb kort kostar 13.000kr nýtt, reiknaðu nú hvað vél + 1gb kort kostar.
* Enn og aftur, hvað kemurðu mörgum MP3 skrám á 32mb kort? Í sæmilegum gæðum (192kbps CBR) kemurðu í mesta lagi 5 stuttum lögum á kortið. Enn og aftur þarftu að kaupa þér stærra kort til þess að ”njóta alls þess sem PSP býður upp á“.
* Myndir geta líka tekið sitt pláss. PSP basic pakkinn hentar ekki þeim sem vilja ferðast með myndirnar úr ferðalaginu sínu til Rómar og sýna fólki.
Já, PSP er nú meira haugans draslið. Ég get þó huggað mig við það að ég get spilað homebrew á vélinni, gamla Nintendo leiki og svoleiðis, ásamt því að geta spilað ”öryggisafrit" af tölvuleikjum, en viti menn, Sony eru þverir á að þessir möguleikar séu nýttir og alltaf eru þeir loka fyrir þá. Ekki það að mér er sama, á meðan ég get notað hana í tilraunaskini mun ég ekki uppfæra.