Ég á Play Station 2 tölvu og hef átt hana í nokkur ár. Hún hefur virkað fínt og skilað sínu. En undanfarið hef ég átt í erfiðleikum með að spila Play Station 1 leiki á henni og DVD diska, venjulega DVD diska sem ég gat horft á áður. Og núna áðan var Bróðir minn að fá nýjan leik fyrir Play Station 2 og hann virkaði ekki.
Það kemur alltaf sama vandamálið. Eftir smá stund kemur “Disc read error”. Þetta stendur hvítum stöfum á skjánum þar sem hægt er að skoða memory card-in.
Veit einhver hvað er að og hvernig er hægt að laga þetta vandamál?