Sæll,
Með þessari tilvitnun
Ég vona að þrælahaldararnir hjá EA fái mannsæmandi máltíð í kvöld, og lika Bill hann á það skilið.
var ég ekki beint að skírskota til þess sem þú sagðir á undan. Ég er bara orðinn þreyttur á þessari umfjöllun um að kóperað efni, hvort heldur cd, dvd eða leikir séu að ganga að einhverjum iðnaði dauðum.
Það er nú bara þannig að mikið af þessu leikjum eru algert crap og misbýður mér sem neytanda sem leiðir af sér þá skoðun mína að ekkert sé athugavert við að ná sér í kóperað efni og prófa svo lengi sem að það sé keypt sé það notað.
Í sambandi við DVD er ég þeirrar skoðunar að það sé hannað til að mergsjúga almenna neytendur. Ferill bíómyndar er einhvernveginn svona.
1. Sýnd í bíó
2-3. Sýnd á Pay Per View
2-3. Sýnd í Flugvélum og hótelum
4. Kemur út á DVD
5. Kemur út á UMD
6. Sýnd á kapalstöðvum
7. Sýnd í almennu (public) sjónvarpi
Það leiðir af sér að sami neytandinn getur greitt 7 sinnum fyrir sömu myndina ! Sem hlýtur að vera að mergsjúga neytandann.
Að lokum CD diskar. Man ekki töluna en minnir að af sölu hvers CD diskar lendi um $1 eða 60kr. í vasa listamannsins ! Sem þýðir að ef menn er að hlaða niður af t.d. iTunes eða Tonlist.is ætti heill diskur ekki að þurfa að kosta meira en kanski sem svarar til 60kr + álagningu og skatt sem ætti að öllu jöfnu að vera ca 100 kr. miðað við 30% álagningu. Ef verðið væri nær þessu í stað t.d. 2.490 í skífunni á flestum diskum væri fáir að nenna að kópera tónlist.
Annars verða þetta mín síðustu skrif hér á þessum tiltekna þræði, ég vil endurtaka að ég dreifi ekki kóperuðu efni á einn eða annan hátt, og hef aldrei gert.
kv/ Arró