Frábær leikur sem heillaði mig upp úr skónum. Grafíkin spilaði stóran part af því og var mjög vel til heppnað með og það er hún stórglæsileg. Vegna cel-shading tækninar mun grafík þessa leiks alveg örugglega standast tímans tönn margfalt betur en flestir ef ekki allir current gen leikir í framtíðinni.
Það eru þó fjölmargir gallar á þessum leik, leiðinlegt að sigla (teipa niður stýripinnan anyone?), of fáar dungeouns, dungeoun design hefði mátt vera betra og þeir hefðu algjörlega mátt sleppa þessum ömurlega trifeforce collect-a-thon hluta undir endan til þess eins að lengja leikinn á mjög leim og leiðinlegan hátt.
Ég hefði viljað sjá annan cel-shaded Zelda leik en bara á þurru landi, en ég er alls ekki ósáttur við Twilight Princess enda lítur hann mjög vel út.