ekkert slæmt verð í rauninni. ég er samt einhvern veginn ekki spenntur fyrir þessari maskínu, vekur ekki áhuga hjá mér umfram það að geta spilað ff7 í millilandaflugi.
Final Fantasy VII er ekki væntanlegur fyrir PSP. Hinsvegar er Crisis Core: Final Fantasy VII væntanlegur, en það er port af gemsaleik sem Square gerði fyrir rúmlega ári síðan og tengist hann bara sögunni og umhverfi FFVII, þú spilar ekki persónurnar úr gamla leiknum eða neitt slíkt.
Þetta er reyndar ekki rétt hjá þér. Gemsaleikurinn hét Before Crisis og er allt annar leikur. Crisis Core er sennilega prequel fyrir FFVII þar sem maður spilar sem Zack (gaurinn sem Cloud þóttist vera í FFVII).
Þetta getur nú varla verið.. Hún yrði þá ódýrari en í Bretlandi meira að segja! Og leikirnir myndu kosta bara aðeins meira en þeir gera í USA. Raunin er sú að leikirnir kosta jafnmikið og venjulegir leikjatölvuleikir í USA og Evrópu, sem ætti að þýða 5-6 þúsund krónur hver leikur hér.
Ekki nema BT ætli sér að selja fyrsta upplag undir kostnaðarverði eins og þeir gerðu með Nintendo DS.
Öll núverandi forrit og hacks virka bara fyrir vélar með firmware 1.0 og 1.50. Evrópsku vélarnar munu koma með firmware 2.0 og er ekki hægt að keyra neinn kóða sem ekki er frá Sony á þeim vélum. Og nei það er nokkuð útséð um það að það verði ekki krakkað næstu mánuðina.
Nákvæmlega það sem ég bjóst við, 25-30 fyrir tölvuna. En gaurinn í BT virtist frekar öruggur með þetta verð. Ef þetta er rétt þá eru þeir að selja vélina á kostnaðarverði.
ja psp kostar ca 15000 þús í usa, þannig ma búast við 25 þús hér og leikirnir eins og ps2, leikirnir úti kostuðu sumir 50 dollara eða rumlega 3000 kr:S
Hverskonar sölubrella er það? Ef að þeir segja að eitthvað kosti lítið en svo kostar það mikið þá fer enginn að kaupa það af því að þeir sögðu fyrst að það kostaði lítið.
Ég spurði í BT og Skífunni í dag og BT sagði 25000 og Skífan sagði 23000. Ég samt held að ég bíði allavega þangað til að gta komi með að kaupa. Er hægt að fá kanski skrifanlega umd eða eitthvað svoleiðis til að geyma bíómyndir á. Mér þykir frekar tæpt að maður fari að versla sér myndir sem maður getur svo bara horft á með psp tækinu. Ef það væri hægt að brenna myndir á diska eða sony myndu gefa kost á einhverskonar annarskonar geymsluformi til að geta geymt margar myndir á. Þá held ég jafnvel að ég kaupi þetta.
Ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að fólk sðyrji hvað heildarverðið á tölvunni verði þegar það kaupi tölvuna í forsölu. Annars getur líka verið þar sem að maður borgar einvhern fimm þúsund kall þegar maður gerir þetta forsölu dæmi að þá dragi þeir það frá verðinu og gefi það verð upp.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..