Sá leikur sem hefur komist næst torfærunni að mínu mati er 1nsane. Hann er að því ég best veit bara til fyrir PC.
Hann er gamall en góður og til haugurinn allur af viðbótar brautum og bílum fyrir hann (þar á meðal torfærugrindur sem einhver íslendingur bjó til og setti á netið).
Svo var annar sem var eins og torfæran að því leitinu að þú þurftir að þræða hlið í allskonar utanvegaslóðum og fékkst refsistig fyrir að snerta stikurnar (engin tímamörk). Get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað hann heitir…
Annars væri íslenska torfæran fullkomin í alvöru bílaleiki eins og frá EA. Ef ég man rétt þá seldi íslenska akstursíþróttafélagið réttinn á þannig leik til Simon & Chuster fyrir um 10 árum en ekkert hefur enn gerst. Kannski kominn tími til að sparka í rassgatið á þeim… bæði fyrirtækinu og samtökunum.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.