Ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir hversu óendanlega flókna spurningu þú varst að spyrja.
Möguleiki #1: Þig langar að vita hvort hægt sé að spila GameCube leikinn The Legend of Zelda: Four Swords Adventures með því að nota Nintendo DS í stað GBA.
Svarið er nei. Nintendo DS skortir tiltekið tengi til þess.
Möguleiki #2: Þig langar að vita hvort hægt sé að spila Four Swords hluta GBA útgáfu The Legend of Zelda: A Link to the Past.
Svarið við þessu er líka nei af sömu ástæðu og að ofan.
Möguleiki #3: Þig langar að vita hvort það sé kominn út einhver Four Swords leikir fyrir Nintendo DS.
Svarið við því er enn og aftur nei. Það er þó búið að tilkynna að Four Swords DS leikur sé í þróun.
Svo þú sérð að í augnablikinu og eflaust næstu 1-2 árin er nákvæmlega ekkert sem mun tengja Nintendo DS við neinn Four Swords leik.
Og fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá já, ég fékk úr honum við að skrifa þetta.