Sniðugast væri að kaupa ps2. Ég er enginn fanboy en eins og staðan er núna þá færðu mest fyrir peninginn í playstation. Gamecube er gersamlega að fara með mig þegar kemur að leikjaverði, og því miður þá er ég svo viðkvæmur fyrir viðbjóð að ég höndla ekki nokkurra fermetra svart bákn á stofugólfinu, svo Svarta Skrýmslið verður að bíða þar til ég fæ mér íbúð með tvöföldum bílskúr undir hana.
Ég keypti nýlega ps2 með GTA: san andreas, Getaway, ssx3 og burnout 2 langt undir kostnaðarverði og með minniskorti.
*Það eiga svo margir ps2 að þú getur alltaf fengið lánaða leiki.
*Platinumlínan er fáranlega ódýr, svo þú þarft ekki að panta að utan eins og gamecubenotendur ef þú vilt ódýra leiki.
*Það er ekkert mál að koma hörðum disk fyrir í ps2, sækja leiki af netinu og keyra þá síðan ókeypis af harða drifinu. En það er vitaskuld ólöglegt og bannað og enginn ætti að gera slíkt.
En á móti kemur að skrýtnustu og skemmtilegustu leikirnir koma á gamecube.. en ef þú ert á höttunum eftir slíku (sem ég efast um) þá ættirðu að pikka upp dreamcast. sem er besta tölva sem hefur verið gerð. Punktur.