Ég reyndar áttaði mig á því að ég gerði smá vitleysu, þetta heitir víst Local Area Connection enn ekki Network.
Þú setur inn Ip tölu þar, það er ef þú ert ekki tengdur við netið í gegnum kapal og ert þá líklega með þetta stillt á einhvern hátt, með því að velta Local Area Connection með hægri músartakka - Properties - Internet Protocol(TCP/IP) - Properties - Use the following Ip address…
Ef það eru engar stillingar þarna þá getur þú sett til dæmis 192.168.1.2
Ef hins vegar eru einhverjar stillingar þar þá skaltu bara aðlaga stillingarnar á xboxinu að þeim stillingum, betra að vera ekki að breyta því sem virkar.
Stillingar á IP fyrir xboxið ættir þú að finna auðveldlega, Settings eða Options eða eitthvað þess háttar. Mundu bara að hafa Ip töluna á Xboxinu þá næstu við þá sem er á tölvunni. Sem sagt ef þú setur inn 192.168.1.2 á PC, þá er það 192.168.1.3 á Xbox.
Annars ættir þú ekki að hafa neinar áhyggjur þótt þú sért ekki snillingur í þessu, þetta kemur allt með reynslunni.
Hafðu annars bara samband ef þú lendir í einhverju veseni.