Sæll, gott val hjá þér með Xboxið.
Ef þú ert að leita að leikjum í átt við Gran Turismo, þá er það Project Gotham Racing 2 fyrir þig. Mikill hangsleikur, fullt af flottum bílum og gott akstursmódel. Síðan er væntanlegur á næstunni Forza Motorsport sem af svipuðu sauðahúsi. Prufaði demo af honum um daginn og þetta er ekki leikur fyrir þá sem vilja quick thrills! One for the simulation crew.
Siðan er það Burnout 2 og 3 fyrir quick thrills. Helst þá 3, mun skemmtilegri og flottari. Need For Speed Underground 2 (NFSU 2) ætti líka að verða góður fyrir þig, fílir þú Burnout. En ekki snerta leik #1 í þeirri seríu, bara svona sem viðvörun. Mikil vonbrigði. En #2 er betri.