Ég er ekki að kalla þig nöfnum. Ég er að gagnrýna þig því að þú ert að haga þér heimskulega og gagnrýni verður bara til þess að þú hættir þessarri vitleysu. Ég er að segja þetta útaf því að ég er mannlegur og hef þörf fyrir að tjá mig og segja mína skoðun á þér og ég hef rétt á því og ég get rökstutt skoðanir mínar. Þetta kallast ekki skítkast. Skítkast er oftast leiðindi og móðganir að ástæðulausu sem að þetta er ekki.
Eins og ég sagði áðan, ég er ekki með skítkast eða að kalla þig nöfnum, ég er að gagnrýna þig og er með ástæðu og rökstuðning.
Ég er ekki PS2 maður, mér finnst bara leiðinlegt þegar fólk fullyrðir hluti án rökstuðnings, aðallega þegar hlutirnir eru algjörlega út í hött.
Ég er alveg viss um að fólk hefur líka upplifað miklu ánægju sökum PS2 tölvunnar, ef ekki meiri þar sem að hún er ári eldri en GC og fólk hefur þannig getað notið hennar lengur og spilað alla þessa frábæru leiki sem að hafa komið út á hana eins og GTA seríuna, Metal Gear Solid seríuna og marga fleiri leiki.