Ég fékk Network Adaptor um jólin og setti hann upp. Þá stóð að ég þyrfti að fá PIN númer sent í pósti til þess að gera accountinn fullgildan en ég fengi þó 40 daga trial meðan ég biði. Ég fékk trialið mitt og spilaði mína leiki af krafti online. En í gær fékk PIN númerið frá London, hvorki meira né minna, og skellti Network Access Disc í til þess að slá inn PIN númerið. En ég gleymdi Handle-inu (Username-inu) og Passwordinu!! Ég fann þó Passwordið á miða og rámaði í Handle-ið mitt. En þegar ég á að gera Login þá er þetta svona:

Handle
| Please Select___________|
Login
|_____________________|
Password
|_____________________|

Augljóst er að Passwordið fer í ‘Password’. En í ‘Handle’ kemur Drop-Down menu þar sem ég get ekki valið neitt!! Ég hef prófað að láta Usernameið mitt í ‘Login’ og svo Passwordið en þá kemur melding:

“Sorry, that handle does not exist on Central Station.”

Einnig hef ég prófað að fara í “Forgotten Password” og þá á ég að velja ‘Secret Question’ og svar við því (sem ég hef ákveðið áður), ‘Security Code’, ‘Date of Birth’ og að lokum þetta fjárans ‘Handle’. En þar er Handle-ið ekki í Drop-Down menu heldur er alveg frjálst hvað maður skrifar þar.

Eftir 17 daga verður accountið mitt “expired” og ég get ekki spilað online. Þá segið þið sum “Gerðu þá nýtt account!” en þá þyrfti ég að kaupa nýjan Network Adaptor. En það er lausn sem ég verð að notfæra mér ef allt annað þrýtur.

Ég verð að fá svar fyrir fimmtudaginn 2. febrúar!

Takk.

PS. Handle er víst einhvers konar Username sem aðrir þekkja mann með online. Eða það stendur á playstation.com