Þannig að ef ég kaupi notaða DS tölvu + Super Mario 64 DS frá www.videogamesplus.ca ($225CDN ($1CDN = 53kr.) þá kostar pakkinn frá 16000 og upp í 20000 + sendingarkostnaður, og í hæsta lagi væri þetta rétt yfir því verði sem ég myndi borga fyrir þetta þegar þetta kemur út í Evrópu (finnst líklegt að tölvan muni kosta um 14000-15000 og leikir flestir um eða yfir 5000. Hljómar nokkuð raunhæft?). Ég kem nú ekki til með að kaupa þetta fyrr en í byrjun næsta mánaðar og þá ættum við að vita hvað tölvan mun kosta í Evrópu.