Ég er með alveg eins router, og eins og ég sagði þá þurfti ég ekkert að gera til að geta komist inn í router-stillingum. Reyndar er það þannig hjá mér að þegar ég vill tengjast við Live þarf ég að fara í gegnum Troubleshooterinn, en eins og hjá þér segir hann allt í lagi og þá fæ ég að tengjast. Spurning með að athuga NAT eins og Xbox.com lagði til, reyndar er ég ekki að sjá þessa valmöguleika sem þeir tala um, enn það er spurning hvort að Hive menn geti aðstoðað þig, mögulegt er að þeir hafi eitthvað forstillt routerinn áður enn hannf er í þínar hendur.
Skyldi ég ekki villuboðin sem þú paste-aðir að þetta væri allt í lagi hjá þér? Reyndar sá ég ekki hvað MTU var hjá þér, enn það er frekar ólíklegt að það sé eitthvað annað enn hjá mér.
Það er auðvitað möguleiki á að gera það sem skilaboðin segja: reyna aftur seinna, nema auðvitað að þú sért búinn að vera að reyna í einhvern tíma. Þá er spurning um að hringja í Hive og spyrja þá um þetta. Það er auðvitað séns fyrir þá að loka einhverju án þess að þú jafnvel vitir af því.
En á meðan þú ákveður hvað þú vilt gera þá er líka hægt að “double-tékka” valmöguleikana í stillingunum hjá þér, það er alltaf eitthvað sem manni getur yfirsést.
Vona að það sé einhver hjálp í mér og láttu vita hvað gerist næst.