Deus Ex er leikur sem tekur hugsun fram yfir slagsmál og sprengingar. Maður er settur í heim fullum af samsærum, lygum og svikum og þarf sjálfur að ákveða hverjum skal treysta og hverjum ekki. Deus Ex er ekki bara besti leikur allra tíma, heldur einnig magnaðasta sköpunarverk frá myndun alheimsins.

Deus Ex er ekki bara fyrstu persónu skotleikur, heldur líka RPG leikur. Maður lærir þá hluti sem maður vill og verður góður með þeim vopnum sem maður vill nota mest. Maður getur talað við allt fólk sem maður sér og lendir í ýmsum ævintýrum. Einnig er mikill hasar í leiknum sem gerir leikinn spennandi með eindæmum.

Í enda leiksins fær maður að velja hverjum maður gengur í lið með og er þar heimspekileg hugsun að baki.

Þar fær maður að velja um það að ganga í lið með Illuminati, sem er leynileg samtök. Sameinast gervigreind og stjórna heiminum sjálfum eða koma valdi til fólksins. Þarna er semsagt hægt að velja um Kapítalisma, einveldi og anarkisma. En eins og allir vita virkar ekkert að þessu.

Þarna er heimurinn endurbyggður eftir hamfarir, en þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af. Náttúruhamfarirnar í Asíu eru byrjunin á falli mannkynsins, við munum nánast öll deyja. Siðmenningin mun kollsteypast. Þetta er leið móðir náttúru til að refsa okkur fyrir misgjörðir okkar, við höfum nauðgað jörðinni og myrt hvort annað. Og nú er komið að skuldardögum. Ég ætla að byggja upp nýtt kerfi eftir fall heimsvaldanna, komið í lið með mér.

En allavega, Deus Ex er frábær leikur. Þetta er leikur sem maður spilar á sinn eigin hátt, þetta er ekki eitthvað “linear” drasl. Grafíkin er góð og hann er talsettur mjög vel.

JCDenton