Ég er nú ekki alveg að átta mig á þér, GTA:SA er ein stærsti leikur sögunnar af þessu tagi með nærri endalausa möguleika en þú ert eins og barn sem fær smá nammi og treður því öllu upp í þig í einu og heimtar svo meira. Ég skil ekki aæveg þá leikjaspilara sem liggja alveg 20 tíma á dag yfir nýjum leik og spila hann í tætlur, hvernig væri að spara hann aðeins taka bara einn bita í einu og njóta bragðsins. Vittu til ef þú færð þér bara lítinn bita í einu og tyggur vel þá finnurðu eflaust eitthvað sem þú hafðir ekki hugmynd að væri í “namminu”og eflaust gæti þér líkað það. Nei, nei endilega að rúlla leiknum í gegn á 2-3 dögum ósofinn og muna ekki eftir megninu af honum, góð skemmtun það og fyrir aðeins 5-6 þúsund krónur.