Óli, ekki ljúga, þú viest alveg að þú og þínir eru að selja þessa leiki á dýrari verði bara vegna þess að þið eruð að flytja inn Playstation. Hver önnur væri ástæðan? Auk þess afhverju seljið þið ekki Xbox leiki í verslunum Skífunar?
Mér þykir alltaf jafn ömurlegt þegar menn tala af vanþekkingu.
Verslanir á landinu kaupa Fifa á sama verði fyrir PS2 og Xbox. Hinsvegar neyðast búðir til að lækka sig niður vegna samkeppni á ákveðnum titlum og tapa á því…
það er nú alveg merkilegt hvað menn eru alltaf að belgja sig út af þessum leikjaverðum hérna á klakanum. Allir sem kunna smotterí í hagfræði vita af hverju staðan er svona. Hef ég nokkrum sinnum reynt að útskýra þetta fyrir fólki og hreinlega nenni því ekki lengur….
já það myndi bjarga öllu ef þú myndir útskýra það einu sinni enn. þá yrðu allir mjög sáttir með að borga hátt verð fyrir leiki. en annars hef ég kynnst þessu í danmörku.. þar eru leikirnir á svipuðu verði þegar þeir koma út. en helsti munurinn er sá að þeir eru miklu fljótari að falla í verði.
það er reyndar rétt að menn eru mjög seinir að lækka leiki í verði hérna miðað við nágrannalönd okkar, gerist yfirleitt ekki fyrr en þeir koma á platinum label eða eitthvað álíka….
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..