Ástæðan fyrir vali mínu á blog.central er einfaldlega sú að það er einfalt, fljótlegt og þægilegt. Þetta er ekkert uber-flott en virkar samt helvíti vel. Það getur vel verið að í framtíðinni verði sett upp betri síða en nákvæmlega núna er þetta bara tímabundið.
Á döfinni er lan-partý/mót í Desember og ýmislegt fleira. Og ef þáttakan er góð munum við skrá okkur í mót on-line og sýna þessum gaurum hvernig á að spila leikinn eins og alvöru víkingar. :P
Ef einhverjir vilja skrá sig þá er nægur tími til stefnu. Það er samt betra fyrr en aldrei (eða eitthvað þannig). Nú eru komnir 7 meðlimir og fullt af fólki sem ég þekki er búið að skrá sig þó það snerti ekki við Huga.
Við erum ennþá að leita að hentugu nafni fyrir klanið og eru allar tillögur vel teknar. Það er samt flottast að nafnið tengist Íslandi eða íslendingum eitthvað. Lifi Ísland!!!
Já, þetta ætti að vera það allt. Takk fyrir mig og höfum það gaman 11. nóv. :)
Ég vil líta á mig sem hreinskilinn mann, þannig ef ég særi þig… then it just sucks to be you.