Þetta eru auðvitað allt góðir punktar hjá þér, en þá langar mig að koma með mótrök, svona til að hugsanlega koma með aðra hlið.
-Án þess þó að ég sé með það alveg á hreinu, þá gæti ég trúað að það sé afskaplega stór hluti af Xbox eigendum sem er búinn að modda, enda er moddunin einn af stærstu kostum Xbox, það að geta verið með tónlist, ljósmyndir og kvikmyndir inni á boxinu er alveg svakalegur plús þegar íhugað er að kaupa leikjatölvu.
-Ef maður er á annað borð með moddað xbox, þá ætti pal/ntsc ekkert að vera svakalegt vandamál, alla vega smávægilegt ef maður er á annað borð að stunda það að stela leikjum.
-Ég veit ekki með þig, en samtölin er ekki það sem ég man helst eftir úr Halo1. Það er örugglega leiðinlegt til lengdar að hlusta á frönskuna, en ég lærði ensku af því að horfa á myndir og lesa textann við þær, spurning hvort að maður geti lært frönsku af Halo2?
-Einhvern veginn, með öllum spenningnum sem hefur skapast í kringum Halo2 er leikurinn orðinn heilagur einhvern veginn. Ég er ekki barnanna bestur, en ég get samt ekki hugsað mér annað en að kaupa leikinn. Spurning hvort að þeir sem eru á annað borð að stela sé ekki slétt sama um hvort að maður geti spila á Live eða ekki, en hvað veit ég svo sem um það.
-Í allri umræðunni sem hefur verið í gangi undanfarið í sambandi við DC hefur verið talað um hvernig allar þessar myndir koma til landsins, og eru þá oftast nefndir þeir sem eru með góð sambönd í gegnum vinnustaði sem eru að koma með þetta. Eins held ég að geti allt eins verið með leiki líkt og Halo2. Jafnvel þótt að um 3 gíg sé að ræða held ég að það sem slíkt þurfi ekkert að hindra “þetta fólk.” Eins og sagt er, þeir sem hafa einbeittan brotavilja finna sér leiðir til að halda áfram að brjóta lögin. Maður gæti séð fram á að P2P fari að minnka og vinahópar setji upp FTp servera til að deila á milli sín leikjum eða myndum.
Besta vörnin er líklega þessi 100.000 dollara sekt sem hótað er. Þetta er líkt og með Dc, maður veit svo sem ekkert hvort að lögreglan er með þessa litlu notendur á skrá, en maður vonar bara að maður sleppi.
Þótt að ég komi með þessa tilraun til mótraka hér þýðir það ekki að ég styðji þessa menn sem stálu Halo2, né stuld á nokkru öðru. Mér þykir bara best að koma með hugsanleg mótrök við því sem haldið er fram, jafnvel þótt að ég sé ekki styðjandi þau mótrök.