Við skulum sjá til… enda er það virkilega mimsunandi hversu langt á eftir leikir fylgja, og ég er sjálfur löngu hættur að fylgja þessu “bæta við 4 mánuðum” skipulagi. Ef það gilti í hvert skipti sem leikur væri gefinn út myndi GTA:SA koma út í febrúar í Evrópu, Metroid Prime 2 kæmi í mars et cetera. ;o
GTA:SA er gerður af Rockstar North (hét áður DMA Design) sem er evrópskt fyrirtæki (staðsett í Skotlandi), þannig það er allt annað mál en MGS3 sem er Japanskur.
Það þarf að þýða MGS3 yfir á svona 5 mismunandi tungumál áður en hann kemur út í evrópu, og eins og þú veist eru MGS leikirnir með ansi mikla talsetningu, þannig hann er ekkert á leiðinni hingað á næstunni.
Það þarf líka að þýða GTA:SA á fjögur mismunandi tungumál. Svo má líka benda á að Metal Gear Solid kemur fyrst í Ameríku, svo í Japan. Það gæti þess vegna verið að þetta verði eins og með Twin Snakes, það er, hann verði einungis talsettur á ensku.
Ef þú heldur að elskan þín fái einhverja sérstaka meðferð í lokalíseringu þá skjátlast þér allhrapalega… frökkunum er alveg sama hvort það sé GTA eða Barbie, þetta á allt að verða þýtt á frönsku. :þ
Þú getur þá væntanlega bent mér á nákvæmlega hvar ég fer út fyrir efnið? Umræðan er lókalisering, ekki satt? Og lókalisering er akkúrat það sem ég kommentaði á.
Mars er málið, því miður. ef litið er á björtu hliðarnar þá verður hægt að laga smávægilega galla, ef þeir skildu koma upp í amerísku/japönsku útgáfunni
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..