Úff, where to begin…
Nintendo DS er þriðji handleggur Nintendo á leikjatölvumarkaðnum. Fyrir eru eins og við vitum Game Boy og GameCube.
Nintendo DS er í fljótu bragði svolítið keimlík gömlu Game and Watch tölvuspilunum, ef þú varst uppi á þeim tíma. Það sem minnir mann á það tímabil eru tveir skjáir og er sá neðri snertiskjár. Snertiskjárinn nemur bæði hreyfingar puttanna á manni sem og hreyfingar stylusins, sem er penni sem fylgir með DS, en margir þekkja svona penna frá lófatölvunum. Snertiskjárinn er mjög nákvæmur og er nánast hægt að stjórna hlutum from pixel to pixel. Tölvan hefur einnig innbyggað hljóðnema sem gerir það mögulegt að stjórna leikjum með röddinni einni saman (eða eins og í einum leiknum; blása á tölvuna til að slökkva kerti).
Auk þess er tölvan búin þeim kosti að allt að 16 manns geta spilað saman í einum leik án þess að tengja tölvurnar með snúrum eins og GBA þurfti. Einnig þurfa hinir spilendur ekki að eiga viðkomandi leik, heldur þarf bara eitt eintak af leiknum og 15 aðrir geta tengst inn á hann gegnum Wi-Fi kerfi. Þetta nýtist vel á sölustöðum, þar sem fólk gæti gengið inn í segjum Ormsson og það væri leikur í gangi og einhver að spila hann með öðrum í multiplayer. Þig langar kannski að prófa líka og þá geturðu bara tengst leiknum sem þeir eru að spila og verið með. Einnig hafa Nintendo sagt að tölvan sé nettengd og mun verða hægt að downloada sem dæmi leikjademóum og svona. Ég veit í raun ekki mikið um nettenginguna. Ég hef þó lesið að hún geti notað aðrar DS tölvur á kringum þig (hversu mikilli fjarlægð veit ég ekki) sem einskonar stökkpalla eða tengipunkta og myndað þar með eitt stórt Nintendo DS net. Þá er hægt að spila leiki við fólk þó maður sjái einstaklinginn aldrei og/eða spjallað við hann.
Sem færir okkur að PictoChat, sem er innbyggt forrit sem minnir margt á MSN. Þetta sem sagt kemur með tölvunni og getur fólk talað við aðra NDS eigendur hér og þar um bæinn, ef þetta er eins öflugt og Nintendo segja gegnum nettenginguna þ.e þetta með stökkpallana/tengipunktana já eða þá að hún sé bara hreinlega nettengd. Það eru miklar pælingar í gangi með einhvern furðuhlut sem ég kann engin skil á, tengist eitthvað netinu fyrir NDS held ég, en þetta er kallað Demasked. Veit ekkert meira um það og í raun veit enginn meira um þetta en þeir sem gera þetta.
NDS ræður við býsna laglega grafík, en það skal taka fram að grafíklega séð er hún ekki lík PSP. PSP er ætluð sem PS2-on-the-go og spilar s.s einskonar litlar útgáfur af PS2 leikjum sem og spes PSP leiki, spilar einnig DVD og MP3. En NDS er ekki ætluð sem mediabase heldur bara pjúra leikjaupplifun, enda hönnuð sem slík. Hún getur keyrt betri grafík en sú sem við sáum í N64 hér um árið og er Metroid Prime: Hunters gott dæmi um það. Sá leikur er hreint út sagt flottur. Tölvan getur keyrt þrívíddargrafík á báðum skjánum í einu, þó svo að leikjaframleiðendur noti oftast annan skjáinn í það og hinn sem kort/vopnaval/annað. Hún getur líka keyrt FMV (Full Motion Video) á báðum skjánum, samtengd sem og einstæð FMV. Samtengd FMV er sem dæmi í Metroid Prime: Hunters, þar sem efri hluti líkama Samus Aran sést á efri skjánum en neðri hlutinn á þeim neðri. Einstæð FMV er líka að finna í MP:H en þá sést t.d Samus á neðri skjánum líta í kringum sig, svo zoomar efri skjárinn á eitthvað og svo springur eitthvað og þar birtist óvinur sem starir á Samus og horfast þau í augu. Nokkuð spes að sjá þetta.
Það skal taka fram að leikjaframleiðendur halda ekki vatni yfir þessari tölvu, þeim finnst frábært að fá nýjung til að eigast við og hanna leiki sem aldrei hafa verið mögulegir áður. Svo ég taki nú gott dæmi um notkunarmöguleika snertiskjásins og innbyggða hljóðnemann þá nýtist þetta í leikjum á borð við Puppy Times og Feel the magic. Í Feel the magic er sem dæmi mini-game þar sem maður á að slökkva kerti með því að blása á það, en þar spilar innbyggði míkrafónninn inn í. Í Puppy times er hægt að ala upp hvolpa og láta þá sækja bolta/frisbee, klóra þeim á maganum og fleira. En það sem vakti athygli mína var á Nintendo Gamer´s Summit. Þar sást Shigeru Miyamoto dunda sér í PT, klóraði einum hvolpnum og svona. Svo sáust hvolparnir bara lappandi þarna og Shiggy segir eitthvað, eins og nafn, og einn hvolpurinn lítur á hann en heldur svo áfram að fíflast í hinum hvolpunum. En svo segir Shiggy þetta aftur og hvolpurinn lítur aftur á hann. Í þriðja skiptið sem Shiggy segir þetta þá kemur hvolpurinn labbandi til hans og horfir undirgefinn á hann. Shiggy segir eitthvað sem hljómar eins og “roll” eða eitthvað í þá áttina, og þá leggst hvolpurinn á hliðina og Shiggy klórar honum bakvið eyrað.
Svo er svona sem ég fór að velta fyrir mér, möguleikar á notkun á þessu. Segjum bara sem dæmi Splinter Cell. Þú ert Sam Fisher í einhverju hóteli sem þú ert að læðupokast um. Þú ert á hæðinni sem viðkomandi maður er á sem þú ætlar að ná. Þú sérð hann en hann er vel varinn af vörðum. Í stól situr gella sem er að lesa blað. Þú hvíslar “Hey you. Come here” og þá mundi hún koma, hún hvíslar á móti “What?” og þú hvíslar aftur “Can you help me?”. Ef hún er til í það þá kæmi á snertiskjáinn valmöguleiki (fyrir utan allt vopnaval og það allt) sem væri t.d “A) Distract those guards by asking them a favour” og “B) Distract those guards by using your looks” og maður velur bara með því að ýta á annan hvorn möguleikann. Hún mundi þá kannski segja “Oh, I don´t know…” og þá ætti maður að segja “Please. I need your help” og tadaaaa… hún mundi gera það. Þá gæti maður komist að þessum gaur þarna og MISSION SUCCESS!
Ég skrifa grein um NDS þegar nær dregur, en hún verður gefin út í ameríku þann 21. nóvember, í Japan þann 2. desember og í Evrópu snemma næsta árs. Hún verður einnig ódýr, eða rétt um 10þús krónur í USA ($150).
Þetta er undirskrift