Í þessari grein ætla ég að skrifa um Devil may cry, einn besta leik sem komið hefur fyrir PS2. Devil May Cry kemur frá Capcom (kemur á óvart;) og er frá árinu 2001. Þú stýrir Dante Sparda hálfum djöfli og hálfum manni, sem er sendur á Mallet eyju til þess að berjast við allskyns ill kvikindi. Það fyrsta sem maður tekur eftir með leikin er grafíkin, hvað hún er vönduð í alla staði, ja alla vega miðað við svona gamlan leik. Svo eru það smáatriðin, sem eru alveg frábærlega vel gerð, mikil nákvæmni og svo er að sjá að þau hafi skipt miklu máli. (Þau urðu eiginlega að gera það vegna þess hve öll herbergi eru lítil). Það er hið listræna yfirbragð leiksins sem nýtur sín út í ystu æsar.
Það sem mörgum fannst án efa vera galli á leiknum var sjónarhornið; myndavélin einhvers staðar úti hafsauga og föst, hreyfðist ekkert. Ástæðan fyrir því er að ég held sú að gameplayið(spilunin) fær meira að njóta sín í þessu sjónarhorni, heldur en í 3. persónu. Þ.e maður fær betri yfirsín yfir brögðin sem maður gerir. Og það sem best er; maður venst þessu strax.
Svo er það gameplayið. Það er alveg einstakt. Maður getur notað bæði sverð og byssur á sama tíma, og þá meina ég BÆÐI. Til dæmis geturðu hent sverðinu og svo skotið af skammbyssum á meðan sverðið svífur eins og búmmerang. Þú þarft ekki að fara t.d í menu og velja byssurnar og hætta svo með sverðið. Það er hugsað þannig að maður getur notað byssurnar ef óvinirnir eru langt í burtu en ef þeir koma nálægt notar maður sverðið, og er þetta allt kjög einfalt og aðgengilegt.
Söguþráðurinn í Devil May Cry er reyndar ekkert frábær en stendur samt fyrir sínu. (Maður spáir reyndar ekkert í honum fyrr en í cutscenunum). En þrátt fyrir skort á sögu, þá eru karakterarnir í leiknum mjög fastmótaðir og sterkir. Talsetning er mjög góð og vel unnið að henni.
Svo er eitt það mesta kúl við leikinn er aðalkarakterinn, Dante. Hann er svona attitude náungi, æi þið vititð, hann lendir miklum kalli stórum og öflugum, hann svona lítill en segir samt t.d; “Common givit all you got!!”
Ena allavega, þá er þetta einn uppáhlds leikurinn minn og hefur hann of verið kallaður töffaðasti leikur ever fyrir PS2…