Glöggir kunna að hafa lesið frétt þess efnis fyrir nokkru að demo með Resident Evil 4 myndi fylgja sérstakri Capcom special útgáfu af Famitsu Weekly í Japan.
Jæja, blaðið kom út á föstudag og fylgir með því demo diskur með RE4 ásamt DVD disk með video-um úr Capcom leikjum og kostar blaðið 1490 yen.
Ég er sjálfur búinn að næla mér í eintak en get því miður ekki sagt neitt um RE4 demo-ið þar sem ég ákvað að taka ekki GameCube-inn minn með mér til Japan Ef einhverjum langar til að splæsa á mig GameCube eru fjárframlög á bankareikning minn vel þegin
Það er ekki mikið áhugavert í blaðinu sjálfu og DVD diskurinn er hálfgerð vonbrigði. Vonbrigðin felast aðallega í því að RE4 og Killer7 trailerarnir innihalda ekkert nýtt footage, bara nýjustu trailerarnir aftur sem flestir hafa séð nú þegar.
Það er kannski bara eins gott því mér finnst ég hafa séð aðeins of mikið af RE4 nú þegar. En því miður ég hef engan viljastyrk þegar það kemur að svona málum…