Ekki umsjónarmanni. Heldur aðila til að setja síðuna upp.
Það voru tveir gaurar sem áttu að sjá um þetta, voru byrjaðir en svo bara hættu þeir, hófst þá leit að nýjum aðila og fannst hann fyrir ekki svo löngu síðan og er síðan núna í vinnslu.
Copy Paste af Ice City spjallinu:
Síðan sjálf er komin upp, þ.e útlitið og eitthvað af innihaldinu, en lítið samt. Spjallið er komið upp. Það verður eitthvað um video og svona, en get ekki svarað því fyrr en síðan er fullkláruð.
Þýðir samt lítið að fara inn á www.nintendo.is í bili, hún er í vinnslu bakvið tjöldin og hefur tekið gott stökk á síðustu 3 vikum. Það er reyndar smá pása núna, ætla ekkert að fara neitt nánar út í það en þetta kemur allt saman.
Og já ég er vefstjóri á henni ásamt RoyalFool. Svo erum við með nokkra stjórnendur á spjallinu.
—-
(Varðandi samkeppni við önnur spjöll, svo sem Ice City)
Nei varla. Ekki enn allavega því það er hvorki búið að opna síðuna né spjallið “opinberlega” ef þú skilur. Það eru nokkrir inná spjallinu en þá aðallega þeir sem eru og verða moddar hjá mér. Við erum 3 vefstjórar og 5 moddar á spjallinu auk vefstjóra, s.s 8 manns sem eru yfir á spjallinu.
Síðan kemur upp fljótlega vonandi, strákurinn sem sér um að setja hana upp hefur verið fjarverandi undanfarið, réttlætanlega, útaf miklum önnum í skóla. Það fer að leysast fljótlega.
Spjallið á samt ekki að keppa við neinn. Þetta er spjall fyrir Nintendo áhugafólk og í raun bara fyrir leikjaáhugafólk in general. Þetta á ekki að keppa við Huga, BT.is (er hægt að keppa við 100 gelgjur á rítalíni?) eða Ice City. Þetta er bara official Nintendo spjall. Það er ekki búið til sérstaklega fyrir síðuna, notumst bara við phpBB2 þar sem það er lang hentugast.
—-
(Um fjölda vefstjóra og spjallmodda)
Neh… í raun erum við bara 2 vefstjórar, sá þriðji er sá sem setur upp síðuna en hann verður varla mikið í vefstjórahlutverkinu þegar því er lokið.
Moddarnir 5, auðvelt: þeir hafa mismunandi skoðanir á hlutum og mismunandi reynslu af þessu. Einhverjir eru meira í GameCube, aðrir meira í Game Boy. Sumir hafa áhuga á NDS, aðrir minni áhuga. Ég ákvað að hafa þá þetta marga bara til að hafa víðari stjórnendahóp. Segir sig sjálft að maður sem hefur lítinn sem engan áhuga á GBA nennir ekkert að skoða GBA forumið til að athuga með framkomu notenda og svona
Og nei það eru engar glæstar vonir um að þetta verði eitthvað svaka hit. Það eru bara margir Nintendo aðdáendur á landinu og hefur þeim lengi langað í Nintendo.is sem er eitthvað uppfærð og virk. Ég er að reyna að láta þá ósk rætast. That´s all. Þó margir séu hrifnir af PS2 og Xbox, þá er bara staðreyndin sú að þeir sem eldri eru í þeim hóp ólust upp með Nintendo og hafa því ákveðinn áhuga á þessu. Svona emotions. Svo eru yngri áhugamenn sem einmitt þarf að fylgjast með því það vita það allir að þeir sem yngri eru, eru fljótari að missa takið á skapinu í sér og eru líklegri til að skrifa eitthvað sem er ekki viðeigandi og gætu því séð eftir seinna meir. All salute the mods!
Ætlunin er að reyna að hafa síðuna eins opna og hægt er, en jafnframt einfalda og létta í vinnslu. Það sem ég á við með “opinni” er að fólk á að geta tjáð sig um nánast allt þarna. Það er, t.d með fréttir, leikjaumfjallanir, tölvur og fleira, ekki bara á spjallinu heldur undir viðkomandi frétt or whatever.
—-
Búið að stofna yfir 200 leiki á síðunni. Bara eftir að klára það verk ásamt öðru. Þetta tefst aðeins sökum tímaleysis hjá þeim sem setur þetta upp, en þetta kemur.
Þetta er undirskrift