Ubi-Soft eru búnir að vera að vinna leynilega að þessum leik í u.þ.b. 3 ár. Glæný leikjavél og allur andskotinn í þessum leik. Hægt að spila co-op. bæði inná Live og í system-link. Nýjar hreyfingar, ný vopn og flottur söguþráður eins og Ubi gaurarnir eru frægir fyrir. Og þeir segja að hann komi út um jólin á Xbox og PC. Heimurinn fékk fyrst að vita af honum á E3 leikjahátíðinni. Hann var meðal annars valin leikurinn með bestu grafíkina og leikurinn sem kom mest á óvart.
Ég er búinn að spila Splinter Cell 1 og 2 mikið og mér finnst þeir vera algjör snilld og eins og einhver segir….. allt er þegar þrennt er.
Þessi leikur, Halo 2 og Fable gera þessi jól slefandi fín. :) Ég myndi allavega fá mér Xbox í jólapakkann ef ég ætti hana ekki….
Eru ekki allir hérna alveg þokkalega spenntir fyrir þessum leik?
Ég vil líta á mig sem hreinskilinn mann, þannig ef ég særi þig… then it just sucks to be you.