Ég er með pælingu hérna.
Af hverju er Link, Zelda og allt fólkið með oddmjó eyru í leikjunum? Ég segi að þau séu ekki menn heldur Álfar og að heimurinn sé einn heimur þar sem Álfar, Zoras, Gorons og Kokiris séu aðal kynþættirnir. Svo eru náttúrulega þessir plöntugaurar úr Majora's Mask einhvers konar indjánar, ef við líkjum við okkar heim.
Svo er hægt að líkja kannski við heim Tolkiens. Gorons finnst mér vera svona svolítið dvergalegir (þá á ég ekki við um stærðina, hehe, heldur sterkir guttar sem búa inn í fjöllum), Zoras svona frekar Álfalegir því þeir eru svona frekar “Mystery” eins og ég vill komast að orði (fagrir og alles). Kokiri, kannski Hobbitar, vilja helst frið og ró.
Hvað segið þið, ef þið hafið einhvern rökstuðning á móti þessu eða með, þá komið með það (en ekkert skítkast vinsamlegast).