<b>Tekið af mbl.is</b>
Satoru Iwata, forstjóri Nintendo, kveðst óttast um framtíð tölvuleikjaiðnaðar, en hann telur að fyrirtæki í tölvuleikjaiðnaði séu orðin gagntekin af öflugri örgjörvum og myndrænni leikjum. Hann telur að breyting þurfi að eiga sér stað, að öðrum kosti verði neytendur þreyttir á leikjunum. Iwata lét þessi orð falla þegar hann kynnti nýja handleikjatölvu Nintendo, sem nefnist Nintendo DS. Nýjan leikjavélin hefur yfir að ráða tveimur skjám. Þá er hægt að stjórna aðgerðum um snertiskjá og raddstýringu. Ennfremur er hægt að nota takka til þess að stýra leikjum.

“Við óttumst um framtíð þessa iðnaðar. Við erum gagntekin af öflugri örgjörvum og myndrænni leikjum til þess að anna eftirspurn og áhuga fólks. Það eru sumir sem telja að þessi þróun geti haldið áfram. Við erum ekki sammála,” segir Iwata, en hann vonast til þess að DS-leikjavélin geti veitt notendum tækifæri að kljást við nýjungar í framleiðslu leikjavéla. Hann segir að Nintendo vilji draga áhuga notenda að öðrum þáttum leikjavéla. Hann nefnir raddstýringu og snertiskjái sem dæmi um þróun í þá átt, að sögn BBC.<br><br>- <font color=“#0000FF”>Cinemeccanica</font>
<a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=Cinemeccanica“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:gunnarasg@simnet.is“>gunnarasg@simnet.is</a>

Þar að auki ættu allir að fara inná <a href=”http://www.geimur.is">www.geimur.is</a
Cinemeccanica