Hehe… það er satt, það hefur verið svolítið lægð hér á huga undanfarið. Sem er frekar furðulegt miðað við stóra leikjasýningu sem fram fór núna um daginn.
En svona til að búa til umræðu:
Hvernig leist mönnum á NDS? Sjálfur er ég ferlega skotinn í henni. Möguleikarnir með hana eru ótalmargir og í raun bara ímyndunarafl framleiðendanna sem ákvarðar hvað sé hægt að gera með þetta. Finnst einnig sniðugt að geta chattað við vini og aðra gegnum þetta dótarí, bæði með plain texta OG teiknað myndir. Hehe nokkuð skemmtilegur fídus það :)
Þetta er vissulega enginn grafíkverksmiðja eins og PSP, en að mínu mati er þetta media base bara sölugimmick sem virkar ekki á mig. Ef ég vil spila leiki sem eru “engu síðri en PS2 leikir” í útliti, þá vil ég frekar spila þá á PS2 á stórum skjá. Catch my drift? NDS er hins vegar með leiki sem ekki verða til í sama formi á t.d GC. Öðruvísi og eitthvað ferskt. Sem mér finnst gott. Innovative and fun.
Annars var ég líka ferlega ánægður með Metroid Prime 2: Echoes og… The Legend of Zelda! :o Usss það var sweet surprise! Metroid Prime Hunters á NDS er alveg að gera sig fyrir mig, sem og fleiri NDS leikir. Þó þeir virki einfaldir þá er eitthvað við þá sem virðist alveg einstaklega addictive.
Svei, ég vil NDS núna!<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font